KA mætir Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Akureyringar eru í góðri stöðu eftir 3-1 sigur hér heima í fyrri leiknum.
Þeir þurfa hins vegar að eiga góðan leik á Oriel Park í Írlandi til að fara áfram.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.