Leon Goretzka er á óskalista Manchester United.
Hinn 28 ára gamli Goretzka hefur áður verið orðaður við Rauðu djöflanna en hefur hingað til viljað vera áfram í röðum Bayern Munchen.
Nú er staðan hins vegar sú að miðjumaðurinn mun ekki eiga fast byrjunarliðssæti undir stjórn Thomas Tuchel. Hann er því opinn fyrir því að fara.
Goretzka á þrjú ár eftir af samningi sínum við Bayern. Hann hefur verið á mála hjá liðinu síðan 2018.
West Ham hefur einnig áhuga.
United hefur þegar fengið þá Andre Onana og Mason Mount í sumar auk þess sem Rasmus Hojlund er við það að ganga í raðir félagsins frá Atalanta. Nú gæti Goretzka verið á leiðinni einnig.
ManUtd never lost their focus on Leon #Goretzka! Understand the 28 y/o is still on the list of the club. #MUFC
➡️ Goretzka wanted to stay 100 % – but the last ten days have clearly shown that he won’t be a starter under Tuchel for now. Tuchel is planning with Kimmich/Laimer and… pic.twitter.com/KeJh7GdYR0
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) August 2, 2023