fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Opnar sig upp á gátt eftir erfiða tíma: Eiginkonan missti fóstur í fluginu heim eftir draumafríið – „Það er engin leið að lýsa sársaukanum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnar sig upp á gátt í Players Tribune í dag. Hann ræðir meðal annars afar erfiða tíma sem hann og eiginkona hans upplifðu í kringum áramótin.

Englendingurinn hefur verið á mála hjá Arsenal undanfarin tvö ár og verið hluti af miklum uppgangi liðsins. Hann ræddi þó það sem gekk á utan vallar hjá honum á síðustu leiktíð.

„Það gerast hlutir í lífi okkar sem almenningur hefur ekki hugmynd um. Undanfarið ár hefur verið tilfinningalegur rússíbani fyrir mig og mína fjölskyldu. Eftir alla gleðina sem fylgdi því að fara á toppinn í ensku úrvalsdeildinni og á mitt fyrsta heimsmeistaramót komumst ég og eiginkona mín að því að við ættum von á okkar fyrsta barni. Mikel gaf mér nokkra auka frídaga eftir HM svo við fórum í stutt frí erlendis. Þetta voru hamingjusömustu dagar í lífi okkar,“ segir Ramsdale.

Hamingjan entist því miður ekki lengi fyrir Ramsdale og eiginkonu hans, Georginu.

„Það er ekki auðvelt að segja þetta en mér finnst mikilvægt að fólk viti þetta. Í fluginu heim missti eiginkona mín fóstrið.

Það er engin leið að lýsa sársaukanum í þessu sex tíma flugi aftur til London. Ég vil að fólk viti að það er ekki eitt á báti ef það er að ganga í gegnum þetta sjálft. Þegar við komum til baka sagði ég ekki mörgum frá því sem hafði gerst. Aðeins fjölskyldunni, liðsfélögum og auðvitað Mikel (Arteta, stjóra Arsenal). Hann var frábær í þessu ferli. Þrátt fyrir að við værum í miðri titilbaráttu og svo mikil pressa á okkur spurði hann mig hvort ég vildi taka mér frí til að takast á við þetta.“

Ramsdale lofsyngur Arteta fyrir það hvernig hann höndlaði stöðuna.

„Mikel gerði allt sem hann gat til að hlúa að mér og minni fjölskyldu. Þannig á knattspyrnustjóri að vera. Við erum ekki alltaf sammála um allt og höfum tekist á um fótbolta. En honum þykir svo vænt um leikmennina sína. Hann hefur virðingu mína að eilífu fyrir hvernig hann brást við þegar við syrgðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona