fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Ræddi atvikið sem var á allra vörum: Var mættur inn í klefa til að fagna en var dreginn í burtu – Þurfti að ræða við lögreglu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnar sig í Players Tribune í dag. Hann ræðir meðal annars atvik í leik gegn Tottenham á síðustu leiktíð.

Englendingurinn hefur verið á mála hjá Arsenal undanfarin tvö ár og verið hluti af miklum uppgangi liðsins.

Arsenal vann Tottenham 0-2 á útivelli á síðustu leiktíð en átök áttu sér stað eftir leik.

„Þetta hefði ekki getað verið betra kvöld. Við unnum 2-0 undir flóðljósunum og stuðningsmennirnir sem ferðuðust með okkur gjörsamlega trylltust úr fögnuði. Ég fór að sækja vatnsflöskuna mína eftir leik og ég hefði aldrei getað trúað því að stuðningsmaður Tottenham myndi sparka í bakið á mér,“ segir Ramsdale.

„Ég hef átt í smá stríði við stuðningsmenn um allt England og verið kallaður allt sem þið getið ímyndað ykkur. En það hefur aldrei gengið svona langt.

Þegar ég kom aftur í búningsklefann mátti ég ekki einu sinni fagna því ég var dreginn í burtu og beðinn um að gefa lögregluskýrslu.“

Atvikið átti sér stað á erfiðum tíma fyrir Ramsdale, en eiginkona hans var nýbúin að missa fóstur.

„Ég vorkenndi næstum gaurnum sem gerði þetta því ég hugsaði að ef hann þekkti mig og vissi hvað ég væri að ganga í gegnum núna væri ekki séns að hann hefði gert þetta. Ef við myndum hittast einn daginn og ræða fótbolta yrðum við örugglega vinir.“

Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Subbuskapur þegar kemur að kynlífi og þekktasta fólki í heimi – „Er ég að svitna, segðu mér að ég sé að svitna“

Subbuskapur þegar kemur að kynlífi og þekktasta fólki í heimi – „Er ég að svitna, segðu mér að ég sé að svitna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir því hvernig hún varð fyrir hrottalegri árást frá karlmanni um liðna helgi – „Sneri sér svo við og sparkaði í mig“

Lýsir því hvernig hún varð fyrir hrottalegri árást frá karlmanni um liðna helgi – „Sneri sér svo við og sparkaði í mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný
433Sport
Í gær

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara
433Sport
Í gær

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“