fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Þungt högg í magann fyrir Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 07:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus verður ekki með Arsenal á fyrstu vikum nýs tímabils vegna meiðsla á hné.

Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Jesus er lykilmaður.

Hann var ekki með Arsenal gegn Monaco í Emirates Cup í gær og sagði Mikel Arteta eftir leik að framherjinn hafi farið í aðgerð.

„Hann var að glíma við meiðsli á hné og við þurftum að leysa það,“ sagði spænski stjórinn.

Jesus mun því missa af leiknum gegn Manchester City um Samfélagsskjöldinn á sunnudag sem og fyrsta leik tímabilsins gegn Nottingham Forest helgina eftir það. Búast má við því að leikirnir verði fleiri.

Jesus glímdi einnig við sömu meiðsli í vetur og var frá í þrjá mánuði.

„Þetta er ekki mjög stórt en honum hefur liðið óþægilega undanfarnar vikur. Þetta tengist fyrri meiðslum hans. Þetta hefur pirrað hann og það þurfti að leysa. Við þurftum að taka ákvörðun og vildum við verja leikmanninn, ná honum til baka eins fljótt og hægt er. Við töldum best að láta skurðlækninn laga þetta,“ sagði Arteta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Subbuskapur þegar kemur að kynlífi og þekktasta fólki í heimi – „Er ég að svitna, segðu mér að ég sé að svitna“

Subbuskapur þegar kemur að kynlífi og þekktasta fólki í heimi – „Er ég að svitna, segðu mér að ég sé að svitna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir því hvernig hún varð fyrir hrottalegri árást frá karlmanni um liðna helgi – „Sneri sér svo við og sparkaði í mig“

Lýsir því hvernig hún varð fyrir hrottalegri árást frá karlmanni um liðna helgi – „Sneri sér svo við og sparkaði í mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær

Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn – Sjáðu mark hans í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný
433Sport
Í gær

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara

Kominn með nóg af slæmu gengi og reynir aftur að fara
433Sport
Í gær

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“