Það er óhætt að segja það að fyrrum knattspyrnustjarnan Tomas Brolin sé óþekkjanleg í dag mörgum árum eftir að hafa lagt skóna á hilluna.
Brolin er 53 ára gamall í dag en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Parma á Ítalíu frá 1990 til 1995.
Ekki nóg með það þá lék Brolin einnig með Leeds á Englandi og skoraði 27 mörk í 47 landsleikjum fyrir Svíþjóð.
Brolin náði aldrei að sanna sig almennilega á Englandi og lagði skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall árið 1998.
Brolin kostaði Leeds 4,5 milljónir punda árið 1995 sem var há upphæð á þeim tíma en ekki sú hæsta í nútíma fótbolta.
Svíinn geðþekki ákvað að hætta til að einbeita sér að ryksugum en hann gerði sölumaður strax eftir að skórnir fóru í hilluna.
Brolin keypti 50 prósent hlut í ryksugunni ‘The Twinner’ sem hefur lengi verið ein allra vinsælasta ryksugan í Svíþjóð. Hann er því vel settur í dag og sér eftir litlu.