fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

U-beygja hjá Ward-Prowse sem fer nú ekki til West Ham nema þetta gerist

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 14:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Ward-Prowse mun líklega ekki fara til West Ham í sumar eins og búist var við.

Miðjumaðurinn er fyrirliði og lykilmaður hjá Southampton en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Ólíklegt þykir að hann taki slaginn í B-deildinni.

West Ham var líklegasti áfangastaður hans og þokuðust viðræðurnar vel áfram en hafa þær nú stöðvast.

Hamrarnir lögðu tilboð á borð Southampton sem var 30 milljóna punda virði. Southampton hafnaði því en West Ham ætlar ekki að bæta tilboð sitt.

Hefur West Ham nú snúið sér að öðrum skotmörkum og því ljóst að Ward-Prowse fer ekki þangað nema Southampton snúist hugur varðandi tilboðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“