Luke Shaw, leikmaður Manchester United, segir að það hafi verið sárt að sjá nágranna liðsins í Manchester City vinna þrennuna á síðustu leiktíð.
Eins og frægt er vann City ensku úrvalsdeildina, bikarinn og Meistaradeild Evrópu.
„Það var mjög sárt. Ég held að við séum allir sammála um það, sérstaklega við sem hittum þá svo með enska landsliðinu. Það var erfitt að taka þessu,“ segir Shaw.
Shaw segir að United verði að sýn City meiri samkeppni.
„Við megum ekki leyfa þessu að gerast aftur og við vitum það.
Nú þurfum við að láta til okkar taka og gera City erfiðara fyrir. Við getum ekki samþykkt þetta.“