Brasilíska goðsögnin Marcelo átti hreint skelfilegt brot í leik Flumiense gegn Argentinos Juniors í Copa Libertadores í gærkvöldi. Um mikla óheppni var þó að ræða.
Leiknum lauk 1-1 en það sem allir eru að ræða eftir hann er brot Marcelo, sem gerði auðvitað garðinn frægan með Real Madrid um árabil.
Bakvörðurinn braut á Luciano Sanchez sem fótbrotnaði.
Marcelo var niðurbrotinn eftir atvikið, enda um algjört óviljaverk að ræða.
„Í dag upplifði ég mjög erfitt augnablik á vellinum. Ég meiddi kollega minn óvart illa. Ég vona að þér gangi sem best í endurhæfinguinn Luciano Sanchez. Allur styrkur heimsins til þín!“ skrifaði hann á samfélagsmiðla.
Atvikið má sjá hér að neðan en rétt er að vara við myndefninu.
Marcelo just took away a man's ability to walk, WTFpic.twitter.com/3DfsZ0i1WN
— Football Report (@FootballReprt) August 2, 2023