Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni.
„Þjófstartaði hann Þjóðhátíð? Viskí og romm í bland,“ grínaðist Kristján Óli Sigurðsson þar.
Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason tók til máls.
„Ég hélt þetta væri eitthvað grín. Hann er að taka einhvern hita af liðinu, taka pressu frá þeim með því að henda í þetta. Það myndi enginn segja svona.“
Mikael Nikulásson taldi svo ekki vera.
„Hemmi fer ekkert í viðtal og grínast með þetta. Heldurðu að leikmennirnir í meistaraflokknum myndu þá fara að trúa því?
Hann getur ekki verið stoltur af liðinu að tapa 6-0. Þeir voru út um allan völl í tómu rugli mest allan leikinn. Staðan er orðin 2-0 fyrir Víking eftir tíu mínútur og leikurinn bara búinn. Ég veit ekki alveg hvert Hemmi er að fara með þessu,“ sagði Mikael.
Kristján er allt annað en heillaður af ÍBV þessa dagana og telur að þeir muni falla niður um deild í haust.
„Fyrir mér eru þeir líklegastir til að fara niður með Keflavík akkúrat núna.
Þeir eiga 178 sendingar (í leiknum gegn Víkingi). Víkingar eiga 21 skot, þar af 8 dauðafæri.“