Real Madrid á eftir að ‘labba yfir’ Barcelona í La Liga næsta vetur að sögn varnarmannsins Dani Carvajal.
Þessi lið mættust í æfingaleik á dögunum þar sem Barcelona hafði betur örugglega með þremur mörkum gegn engu.
Það þýðir þó ekkert að sögn Carvajal sem segir að það verði allt annað að spila við erkifjendurna í keppnisleik.
,,Að tapa gegn Barcelona er ekki gaman en þú þarft að átta þig á því hvaða stöðu við vorum í, hvað leikurinn þýðir,“ sagði Carvajal.
,,Í keppnisleik er ég viss um að við munum labba yfir Barcelona. Við áttum okkar tækifæri, við áttum fimm skot í tréverkið og klikkuðum á vítaspyrnu.“