Napoli á Ítalíu hefur nú þegar hafnað tveimur risatilboðum í framherjann Victor Osimhen.
Napoli hefur engan áhuga á að selja markahrók sinn en Al-Hilal í Sádí Arabíu sýnir honum mikinn áhuga.
Al-Hilal bauð fyrst 120 milljónir evra í sóknarmanninn og hækkaði boð sitt svo í 140 milljónir evra.
Napoli á von á sínu þriðja tilboði í Osimhen samkvæmt L’Equpe en Sádarnir neita að gefast upp.
Osimhen skoraði 33 mörk í öllum keppnum á síðustu leiktíð og er einn allra öflugasti framherji heims.