Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar birtu meðlimir þáttarins áhugaverðan lista yfir verstu kaup félaga í Bestu deild karla á tímabilinu.
Um er að ræða leikmenn sem keyptir voru til liða í Bestu deildinni fyrir tímabil en hafa ekki staðið undir væntingum.
Efstur á listanum yfir íslenska leikmenn er hinn tvítugi Lúkas Logi Heimisson sem gekk í raðir Vals frá Fjölni fyrir tímabil. Hann heillaði einhverja á undirbúningstímabilinu en hefur svo verið í litlu hlutverki í sumar.
Í öðru sæti er Alex Freyr Elísson sem keyptur var dýrum dómum frá Fram í Breiðablik. Hann spilaði lítið í Kópavogi og hefur nú verið lánaður til KA.
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, er svo í þriðja sæti listans.
Af erlendum leikmönnum er norskur miðjumaður KR, Olav Öby. Hefur hann verið vægast sagt slakur.
Í öðru sæti er Jordan Smilye sem kom í Keflavík fyrir tímabil en er nú kominn til Hauka í 2. deild.
Þar á eftir kemur Joey Gibbs, sem fór óvænt úr Keflavík í Stjörnuna fyrir tímabil.
Fimm verstu kaupin (Íslenskir leikmenn)
1. Lúkas Logi Heimisson (Frá Fjölni í Val)
2. Alex Freyr Elísson (Frá Fram í Breiðablik)
3. Sindri Kristinn Ólafsson (Frá Keflavík í FH)
4. Sverrir Páll Hjaltested (Frá Val í ÍBV)
5. Baldur Logi Guðlaugsson (Frá FH í Stjörnuna)
Fimm verstu kaupin (Erlendir leikmenn)
1. Olav Öby (Frá Fredrikstad í KR)
2. Jordan Smilye (Frá Blacktown City í Keflavík)
3. Joey Gibbs (Frá Keflavík í Stjörnuna)
4. Filip Valencic (Frá KuPS í ÍBV)
5. Harvey Willard (Frá Þór í KA)