fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Svona er staðan eftir fundinn í London – Vantar enn töluvert upp á

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 08:30

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vantar enn töluvert upp á til að Bayern Munchen og Tottenham komist að samkomulagi um kaupverðið á Harry Kane.

Fulltrúar félaganna tveggja hittust í London í gær og ræddu hugsanleg kaup þýska félagsins á framherjanum knáa.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er harður í horn að taka og segir að Kane sé ekki til sölu, í hið minnsta ekki fyrir minna en 100 milljónir punda, þrátt fyrir að Englendingurinn eigi aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið.

Í gær kom fram að Bayern væri til í að gera Kane að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Sá dýrasti fyrir er Lucas Hernandez sem var keyptur frá Atletico Madrid á tæpar 70 milljónir punda frá Atletico Madrid árið 2019.

Þrátt fyrir metnað hjá Bayern er enn talið að 20 milljónir punda vanti upp á til að Tottenham íhugi að semja.

Bayern gefst þó ekki upp og mun að öllum líkindum bjóða í Kane á ný.

Paris Saint-Germain sýnir Kane einnig áhuga en mun ekki yfirbjóða fyrir leikmanninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“