fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Biður son sinn afsökunar reglulega: Baðaði sjálfan sig í rakspíra svo enginn tæki eftir – ,,Ég mun alltaf muna eftir þessu“

433
Mánudaginn 31. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumaðurinn Cicinho hefur tjáð sig um eigin áfengisneyslu og hvernig hann mætti fullur á æfingar hjá stórliði Real Madrid.

Cicinho spilaði með Real frá 2006 til 2007 eftir komu frá Atletico Mineiro en hélt síðar til Roma og var þar í fimm ár.

Ferill Cicinho endaði árið 2018 en hann á að baki 15 landsleiki fyrir Brasilíu og er í dag 43 ára gamall.

Bakvörðurinn drakk mikið af áfengi á sínum yngri árum og hefur reglulega þurft að biðja son sinn afsökunar á hegðun sinni.

,,Ef ég er spurður að því hvort ég hafi einhvern tímann mætt fullur á æfingar hjá Real Madrid… Þá er það satt,“ sagði Cicinho.

,,Ég drakk kaffi til að fela áfengisfýluna og baðaði sjálfan mig í rakspíra svo enginn tæki eftir því.“

,,Þetta var auðvelt fyrir mig. Ég þurfti ekki peninga til að geta keypt drykki. Þegar ég var 13 ára gamall prófaði ég að drekka í fyrsta sinn og hef aldrei hætt.“

,,Ég á 15 ára gamlan son og er alltaf að biðja hann afsökunar. Á þessum tíma var hann tveggja ára gamall og áttaði sig ekki á stöðunni en ég mun alltaf muna eftir þessu.“

,,Ég reykti sígarettur alveg frá 1999 til 2010. Ég reykti bara þegar ég drakk en ég drakk allan daginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“