Guðmundur Baldvin Nökkvason er genginn í raðir sænska félagsins Mjallby frá Stjörnunni og skrifar undir fjögurra ára samning.
Hinn 19 ára gamli Guðmundur hefur heillað með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar og er nú mættur út í atvinnumennsku.
Skiptin hafa legið í loftinu en Mjallby nú staðfest þau.
Guðmundur skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt fyrir Stjörnuna á leiktíðinni sem nú stendur yfir.
— Mjällby AIF (@MjallbyAIFs) July 31, 2023