fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Emil fór í nýtt lið og trúði varla hvað þeir voru látnir gera – „Þetta er sönn saga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 08:00

Emil og eiginkona hans, Ása Regins. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson fór ítarlega yfir knattspyrnuferilinn í viðtali við Chess After Dark á dögunum. Þar ræddi hann meðal annars skrautlega lánsdvöl á Englandi frá Ítalíu.

Fyrrum landsliðsmaðurinn, sem er orðinn 39 ára gamall, er enn að spila fótbolta og gerir hann það með Virtus Verona á Ítalíu. Hann hefur einmitt leikið mest allan sinn feril þar í landi og gert garðinn frægan með félögum á borð við Hellas Verona og Udinese.

Árið 2009 var Emil þó lánaður til Englands í eitt tímabil frá Reggina. Fór hann til Barnsley í ensku B-deildinni.

„Þetta var alveg skemmtilegt þannig séð. Englendingurinn er mjög skemmtilegur. En mér fannst fótboltinn ekkert henta mér sérstaklega. Þetta var mikið bara kraftur, langar sendingar og tæklingar,“ segir Emil í þættinum.

Miðjumaðurinn lýsir einni æfingu sem súmmerar tímann á Englandi vel upp.

„Við vorum einhvern tímann á æfingu þar sem æfingin snerist um að gefa langar sendingar á miðvörðinn okkar og hann átti að skalla sem lengst í burtu. Ég bara, hvað er í gangi hérna? Boltinn fór bara yfir mig aftur og aftur, fram og til baka.

Þetta er sönn saga.“

Þarna átti Emil eftir að fara aftur til Ítalíu og eiga frábæran feril.

„Championship er auðvitað rosaleg deild, allt öðruvísi fótbolti. En fyrir mig persónulega hentaði ítalski boltinn betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“