Neymar gæti verið lykillinn að árangri Arsenal ef marka má orð fyrrum leikmanns liðsins, Julio Baptista.
Neymar gæti vel verið á förum frá Paris Saint-Germain í sumar en hann hefur lengi verið einn besti leikmaður Evrópu.
Baptista hefur fulla trú á liði Arsenal í dag sem hafnaði í öðru sæti ensku deildarinnar á síðustu leiktíð.
,,Af hverju ekki? Arsenal er eitt besta lið Evrópu. Undanfarin átta ár hefur félagið ekki verið upp á sitt besta eins og við vitum öll,“ sagði Baptista.
,,Nú hins vegar, með Mikel Arteta, þá er Arsenal með eitthvað öðruvísi. Þeir eru að byrja eitthvað mjög kraftmikið. Af hverju ekki?“
,,Kannski er þetta lykillinn. Í Brasilíu segjum við oft að þú getur eignast hús, þú ert með allt sem þú þarft og það eina sem vantar er lykillinn til að opna hurðina.“
,,Kannski er Neymar lykillinn fyrir Arsenal. Hann er magnaður leikmaður.“