Pep Guardiola, stjóri Manchester City, blótaði á blaðamannafundi í gær eftir spurningu blaðamanns.
Blaðamaðurinn spurði út í framherjann Erling Haaland sem skoraði 52 mörk í 53 leikjum fyrir Man City á síðustu leiktíð.
Hann vildi vita hvað Haaland gæti gert betur til að aðlagast leikstíl Guardiola hjá Englandsmeisturunum og kom spurningin Spánverjanum á óvart.
,,Ég myndi segja að Haaland hafi aðlagast ansi vel hjá Man City þegar hann skorar yfir 60 mörk,“ sagði Guardiola og bætti svo við: ‘Andskotinn.’
Myndbandið kostulega má sjá hér.
🗣️ “When you score more than 60 goals, f**k!”
Pep Guardiola answers this press conference question perfectly. #MCFCpic.twitter.com/YwRVtNEr5A
— 101 Great Goals (@101greatgoals) July 26, 2023