fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Kominn með nóg og segir að fjölskyldan vilji aldrei snúa aftur: Neita að fara í viðræður – ,,Ég hef sagt þetta í tvo mánuði“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Nikola Vlasic er kominn með nóg af því að vera leikmaður West Ham og vill fá að skrifa undir endanlega hjá Torino.

Vlasic var lánaður til Torino á síðustu leiktíð og spilaði þar 34 leiki ásamt því að skora fimm mörk og leggja upp önnur sex.

Vlasic gekk í raðir West Ham frá CSKA Moskvu árið 2021 en skoraði aðeins eitt mark í 19 deildarleikjum.

Torino er tilbúið að kaupa leikmanninn á níu milljónir evra en West Ham segir einfaldlega nei og vill fá hærri upphæð.

Talið er að West Ham hafi borgað 30 milljónir evra fyrir Vlasic á sínum tíma en hann er í dag 25 ára gamall.

,,Ég er alveg kominn með nóg af þessari stöðu. Við vitum það vel að ég er ekki mikilvægur leikmaður hér, ég er einn af þeim sem eru í varaliðinu,“ sagði Vlasic við Tuttosport.

,,Ég virti þá ákvörðun að snúa aftur til London og ég æfi eins og atvinnumaður á hverjum einasta degi en þetta er ekki lausnin.“

,,Ég hef sagt þetta í tvo mánuði, að ég vilji spila fyrir Torino, að ég vilji ekki vera áfram hjá West Ham á hliðarlínunni.“

,,Fjölskyldan mín hefur engan áhuga á því að snúa aftur til Englands. Ég veit að Torino er búið að bjóða 9 milljónir evra í mig fyrir löngu. Það er enginn tilbúinn að fara í viðræður við Torino, þið haldið því fram að þetta sé ekki nóg fyrir mig.“

,,Ég hef áhyggjur, ég mun halda áfram að æfa en ég get ekki sætt mig við stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Í gær

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City