fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Kominn með nóg og segir að fjölskyldan vilji aldrei snúa aftur: Neita að fara í viðræður – ,,Ég hef sagt þetta í tvo mánuði“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Nikola Vlasic er kominn með nóg af því að vera leikmaður West Ham og vill fá að skrifa undir endanlega hjá Torino.

Vlasic var lánaður til Torino á síðustu leiktíð og spilaði þar 34 leiki ásamt því að skora fimm mörk og leggja upp önnur sex.

Vlasic gekk í raðir West Ham frá CSKA Moskvu árið 2021 en skoraði aðeins eitt mark í 19 deildarleikjum.

Torino er tilbúið að kaupa leikmanninn á níu milljónir evra en West Ham segir einfaldlega nei og vill fá hærri upphæð.

Talið er að West Ham hafi borgað 30 milljónir evra fyrir Vlasic á sínum tíma en hann er í dag 25 ára gamall.

,,Ég er alveg kominn með nóg af þessari stöðu. Við vitum það vel að ég er ekki mikilvægur leikmaður hér, ég er einn af þeim sem eru í varaliðinu,“ sagði Vlasic við Tuttosport.

,,Ég virti þá ákvörðun að snúa aftur til London og ég æfi eins og atvinnumaður á hverjum einasta degi en þetta er ekki lausnin.“

,,Ég hef sagt þetta í tvo mánuði, að ég vilji spila fyrir Torino, að ég vilji ekki vera áfram hjá West Ham á hliðarlínunni.“

,,Fjölskyldan mín hefur engan áhuga á því að snúa aftur til Englands. Ég veit að Torino er búið að bjóða 9 milljónir evra í mig fyrir löngu. Það er enginn tilbúinn að fara í viðræður við Torino, þið haldið því fram að þetta sé ekki nóg fyrir mig.“

,,Ég hef áhyggjur, ég mun halda áfram að æfa en ég get ekki sætt mig við stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Í gær

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“