Renato Portaluppi, stjóri Gremio, segir að ‘sápuóperan’ varðandi Luis Suarez sé nú loksins á enda.
Suarez hefur reynt að komast burt frá Gremio undanfarna daga og vill semja við Inter Miami í Bandaríkjunum.
Gremio neitar þó að hleypa leikmanninum burt og verður þessi 36 ára gamli Úrúgvæi allavega hjá félaginu þar til í desember.
,,Ég hef áður tjáð mig um þessa mexíkósku sápuóperu en þessi sápuópera endaði í gær,“ sagði Portaluppi.
,,Þetta gefur honum alveg pottþétt frið, sem og félaginu og stuðningsmönhnum. Hann verður hér þar til í desember.“
,,Það þýðir mikið fyrir okkur að vera með hann innan sem utan vallar.“