fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

,,Munu grátbiðja um að fá De Gea aftur til félagsins“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 21:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dwight Yorke, goðsögn Manchester United, segir að það séu góðar líkur á því að stuðningsmenn liðsins grátbiðji um að fá David de Gea aftur til félagsins í vetur.

Andre Onana var keyptur til Man Utd til að taka við af De Gea sem var aðalmarkvörður liðsins í yfir 10 ár.

Onana lék síðast með Inter og fyrir það Ajax en Yorke telur að hann sé ekki eins góður markmaður og Spánverjinn.

,,Ég hef sagt það áður að Manchester United þarf að passa sig á því hvað þeir biðja um,“ sagði Yorke.

,,Miðað við allt það góða sem hann hefur gert fyrir félagið þá endaði ferill hans þarna á slæman hátt. Ég vona að það komi ekki í bakið á félaginu.“

,,Að mínu mati er Onana ekki jafn góður og De Gea, fólk þarf að horfa á hann vandlega. Ég hef séð Onana áður, enska úrvalsdeildin er í öðrum gæðaflokki.“

,,Ég mun fylgjast með honum mjög vandlega og fólkið sem gagnrýndi De Gea mun örugglega grátbiðja um að fá hann aftur til félagsins. Ég vona að það gerist ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum