Ben Chilwell myndi elska það að fá fyrirliðabandið hjá Chelsea fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea á eftir að nefna nýjan fyrirliða eftir að Cesar Azpilicueta hélt til Spánar og samdi við Atletico Madrid.
Margir leikmenn koma til greina en nefna má Thiago Silva, Reece James odg Raheem Sterling.
Bakvörðurinn Chilwell er til í verkefnið en ákvörðunin verður tekin af Mauricio Pochettino, stjóra liðsins.
,,Ég myndi elska það að vera gerður að fyrirliða. Ég var fyrirliði unglingaliðs Leicester,“ sagði Chilwell.
,,Hvort sem ég fái það eða ekki, það breytir ekki mínu hlutverki. Þú þarft ekki að vera með bandið til að vera leiðtogi – ég mun halda áfram að gera það sem ég geri.“