Sam Allardyce grátbað um að fá stjórastarfið hjá Leeds 12 leikjum áður en hann var ráðinn til starfa hjá félaginu.
Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Allardyce mistókst að halda liðinu í efstu deild.
Hann fékk ekki mikinn tíma til að snúa gengi liðsins við en hafði samband löngu áður en Leeds ákvað að hringja til baka.
Angus Kinnear, stjórnarformaður Leeds, hafði lítinn áhuga á Allardyce til að byrja með en grátbað hann svo á móti að taka við undir lok tímabilsins.
,,Taktu mig, ég skal bjarga ykkur,“ segist Allardyce hafa sagt við Kinnear sem svaraði ekki strax.
Það liðu svo 12 leikir áður en Leeds hafði samband er Kinnear hringdi í Allardyce: ‘Geturðu komið hingað, gerðu það.’
Allardyce var látinn fara eftir tímabilið og er nú án félags eins og svo oft áður á sínum ferli.