fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Beckham tók ákvörðun sem enginn vill þurfa að taka: Rak einn af sínum bestu vinum úr starfi – ,,Tók því eins og herramaður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. júlí 2023 16:00

Feðginin David og Harper

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham, eigandi Inter Miami, hefur tjáð sig um þá erfiðu ákvörðun að reka Phil Neville úr starfi fyrr á árinu.

Beckham og Neville eru góðir vinir en þeir voru saman hjá Manchester United í langan tíma.

Það var erfitt fyrir Beckham að reka vin sinn úr starfi en Neville hafði starfað sem þjálfari Inter Miami í um tvö ár.

Eftir slakt gengi á þessu tímabili var Neville látinn fara og er Gerardo Martino nú tekinn við keflinu.

,,Því miður, sem eigandi þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir. Við vorum með Diego Alonso á fyrsta tímabilinu og rétt svo komumst í umspilið,“ sagði Beckham.

,,Ég taldi það vera rétt að breyta til, við vorum ekki alveg á réttum stað. Ég hugsaði með mér að við þyrftum einhvern sem myndi sjá um allt, mætir klukkan sex á morgnanna og fer heim klukkan sjö – einhvern sem kemur með menningu ekki bara til Inter Miami heldur borgarinnar. Það er nákvæmlega það sem Phil gerði.“

,,Ég hef þekkt Phil lengi svo að fá hann til félagsins var stórt skref, hann gerði frábæra hluti yfir tvö ár með leikmönnum og starfsliðinu.“

,,Hann sýndi þessu meiri áhuga en á vellinum vorum við ekki alveg að skila okkar svo því miður þurftum við að breyta til.“

,,Hann vissi að þessi ákvörðun væri að koma og tók því eins og herramaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna

Einn ríkasti maður Indlands færði Messi gjöf – Kostar 155 milljónir króna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Í gær

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Í gær

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu