Galatasaray er enn í viðræðum við miðjumanninn Fred sem spilar með Manchester United.
Fred virðist vera að ganga í raðir tyrknenska félagsins en Fabrizio Romano greinir frá þessum fréttum.
Romano bendir þó á að önnur lið hafi áhuga og er ekki víst að Galatasaray verði félagið sem hneppir Brasilíumanninn.
Fred virðist þó vera á förum frá Old Trafford í sumar en hann mun kosta í kringum 15-20 milljónir punda.
Um er að ræða þrítugan miðjumann sem kom til Man Utd frá Shakhtar Donetsk fyrir 50 milljónir punda árið 2018.