Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, er í raun engum líkur en hann er ein skærasta íþróttastjarna heims.
Nýjasta myndbandið af Ronaldo vekur mikla athygli er hann hitti ungan aðdáanda sem kemur frá Japan.
Ronaldo sýndi þar stráknum unga eigin magavöðva og ákvað strákurinn að gera það sama og var Ronaldo hrifinn.
Skemmtilegt hjá Portúgalanum sem virðist opinn fyrir flestu og virðist njóta lífsins hjá sínu nýja félagi í Sádí Arabíu.
Strákurinn bað Ronaldo um að dæma sína magavöðva áður en hann bað einnig um að fá að sjá magavöðva stórstjörnunnar.
Sá ungi var himinlifandi og sást klappa fyrir Ronaldo eins og má sjá hér.
Cristiano Ronaldo compared abs with this fan in Japan 😅 pic.twitter.com/E8eofhIyPs
— ESPN UK (@ESPNUK) July 26, 2023