fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Fyrrum stjarna í sjö ára fangelsi fyrir kókaínsmygl: Ætlaði að bæta við 1300 kílóum – Bauð opinberum starfsmanni 100 þúsund evrur

433
Laugardaginn 29. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir muna eftir nafninu David Mendes da Silva en hann lék sjö landsleiki fyrir Holland á sínum tíma.

Da Silva er 40 ára gamall í dag en hann spilaði síðast með Sparta Rotterdam í Hollandi árið 2017.

Hann lék sem varnarsinnaður miðjumaður og á einnig að baki leiki fyrir NAC Breda, AZ Alkmaar, Panathinaikos og Red Bull Salzburg.

Eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur Da Silva komið sér í töluverð vandræði og var nýlega dæmdur í sjö ára fangelsi.

Da Silva var dæmdur fyrir það að smygla inn kókaíni í Rotterdam en um var að ræða næstum 200 kíló af eiturlyfinu.

Næst á dagskrá eftir þann flutning var að flytja inn önnur 1300 kíló af efninu en hann var stuttu síðar handtekinn.

Ekki nóg með það er Da Silva dæmdur fyrir að borga opinberum starfsmanni 100 þúsund evrur í mútur.

Hann lék sjö landsleiki fyrir Holland frá 2007 til 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einn út og annar inn hjá Skyttunum

Einn út og annar inn hjá Skyttunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Í gær

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli