Ítalska stórliðið Juventus verður ekki með í Sambandsdeildinni næsta vetur.
Þetta var staðfest í kvöld en Juventus er dæmt í eins árs bann fyrir að brjóta fjárlög UEFA eða ‘FFP.’
Juventus þarf einnig að borga um tíu milljónir evra í sekt og má ekki taka þátt í neinni Evrópukeppni næsta árið.
Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni en liðið spilaði í úrslitum gegn West Ham í vetur.
Þetta er mikill skellur fyrir Juventus sem var einnig refsað í vetur og missti þá stig í Serie A.