Það er ekki á hverjum degi sem eigendur Arsenal, Josh og Stan Kroenke, eru vinsælir á meðal stuðningsmanna liðsins.
Kroenke fjölskyldan hefur átt Arsenal í mörg ár en stuðningsmenn hafa lengi kallað eftir því að þeir selji.
Bandaríkjamennirnir eru ekki duglegir að mæta á leiki liðsins og þá hefur ekki alltaf mikill peningur verið til staðar í leikmannakaup.
Eftir nýjustu myndirnar úr æfingaferð Arsenal í Bandaríkjunum hafa sumir stuðningsmenn tekið svokallaða U-beygju.
Eigendurnir sáust þar á æfingasvæðinu með leikmönnum Arsenal og stjóra liðsins, Mikel Arteta, og var andrúmsloftið mjög gott.
Stan sást á meðal annars faðma Arteta og spjallaði þá einnig við framherjann Gabriel Jesus.
Mikel Arteta greeting the Kroenkes & their dogs at Arsenal training in Los Angeles during the week.
Josh Kroenke on his dogs: “They’re definitely full-backs! Just don’t count on them to defend any area of the pitch because wherever the ball goes, they’ll chase!” 😂❤️ #afc pic.twitter.com/WwRzqOQaNs
— afcstuff (@afcstuff) July 26, 2023