fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Segir þá hafa spilað óeðlilega í æfingaleik – Voru að jafna sig eftir veikindi

Victor Pálsson
Föstudaginn 28. júlí 2023 20:32

Xavi (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xavi, stjóri Barcelona, segir að Arsenal hafi ekki spilað ‘eðlilega’ miðað við æfingaleik er liðin mættust í vikunni.

Arsenal vann 5-3 sigur á Barcelona þar sem Xavi tók á móti landa sínum og fyrrum samherja, Mikel Arteta sem er stjóri enska liðsins.

Um var að ræða fyrsta leik Barcelona á undirbúningstímabilinu en leik liðsins við Juventus var frestað vegna veikinda leikmanna.

Xavi segir að leikmenn Arsenal hafi verið of ákafir í leiknum og að hans menn hafi fundið fyrir því.

,,Ég sagði honum í lok leiks að þetta hafi litið út fyrir að vera leikur í Meistaradeildinni því krafturinn sem þeir settu í þetta var ekki eðlilegur fyrir æfingaleik,“ sagði Xavi.

,,Ég skil að allir vilji vinna sínar viðureignir en þetta var okkar fyrsti leikur og við vorum að jafna okkur eftir veikindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“