fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Augnablikið sem var gríðarlega erfitt fyrir 17 ára strákinn: Lét alla félaga hans vita – ,,Það var erfitt að taka þessu“

433
Föstudaginn 28. júlí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Gomes, fyrrum undrabarn Manchester United, hefur tjáð sig um það hvernig það er að vinna með Jose Mourinho, fyrrum stjóra liðsins.

Gomes og Mourinho voru saman á Old Trafford en eru nú báðir farnir – Gomes leikur með Lille í Frakklandi og er Mourinho þjálfari Roma.

Það var alls ekki auðvelt fyrir Gomes sem var þá 17 ára gamall að vinna undir Mourinho og tjáir hann sig sjálfur um erfiðleikana.

,,Ég spilaði leik fyrir varaliðið og hann horfði á mig – hann taldi að ég hafi ekki spilað nógu vel,“ sagði Gomes.

,,Tveimur dögum seinna þá átti aðalliðið leik og hann ákvað að taka mig með. Fyrir leik þá ákvað hann að láta alla vita hvernig ég stóð mig.“

,,Þetta snerist allt um að vera andlega sterkur. Það sem ég komst að varðandi Jose er að hann vill alltaf að þú gerir betur. Það er eins og hann sé að reyna að espa þig upp, sýndu mér aðeins meira. Allir sögðu honum hversu góður ég væri en hann vildi sjá það.“

,,Ef þú ert ekki nógu góður þá lætur hann þig vita en ekki bara með því að segja þér það. Þú þarft að átta þig á því hvað hann vill, það gæti verið líkamstjáningin. Ég var 17 ára gamall og það var erfitt að taka þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison

England: Everton í engum vandræðum í lokaleiknum á Goodison
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Í gær

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti