Gabriel Slonina er á leið í belgíska boltann á láni frá Chelsea.
Bandaríkjamaðurinn er að fara til Eupen, liðsins sem Guðlaugur Victor Pálsson leikur nú með. Tilkynnt var um skipti íslenska landsliðsmannsins frá DC United í dag.
Slonina er aðeins 19 ára gamall og mun vera á láni hjá Eupen út komandi leiktíð.
Chelsea hefur mikla trú á Slonina fyrir framtíðina og gerir ráð fyrir því að hann fái að spila reglulega hjá belgíska liðinu.
Eupen bjargaði sér naumlega frá falli úr belgísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
EXCL: Belgian side KAS Eupen closing in on deal to sign Gabriel Slonina on loan from Chelsea, here we go soon 🔵🇺🇸
🇧🇪 Understand agreement on the verge of being reached on one-year loan valid until June 2024.
Slonina will play regularly and he’s key part of #CFC future plans. pic.twitter.com/62Arj4Jhg4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 28, 2023