Stuðningsmenn skoska úrvalsdeildarliðsins Hibernian voru allt annað en sáttir með lið sitt í Sambandsdeildini í gær.
Liðið mætti Inter D’Escaldes frá Andorra í 2. umferð forkeppninnar og tapaði fyrri leiknum 2-1.
Fjöldi stuðningsmanna hafði ferðast til Andorra á leikinn og er óhætt að segja að þeir hafi látið í sér heyra þegar leikmenn gengu til búningsklefa eftir hann.
Jusu þeir yfir þá úr skálum reiði sinnar. Þjálfari Hibernian reyndi að róa þá niður en allt kom fyrir ekki.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
Hibernian fans not happy after losing to Andorra’s Inter Club d'Escaldes in the Europa Conference League qualifier today😳 pic.twitter.com/9ncvIwjXRR
— Football Away Days (@AwayDays_) July 27, 2023