Stytta af Arsene Wenger er mætt fyrir utan Emirates leikvanginn og verður formlega opinberuð á næstu dögum.
Nýlega var greint frá því að Arsenal ætlaði að reisa styttu af Wenger, sem er auðvitað algjör goðsögn innan félagsins.
Forever Arsène. Forever Arsenal. pic.twitter.com/gdzJfEhhq7
— Arsenal (@Arsenal) July 28, 2023
Hann stýrði Arsenal fra 1996 til 2018. Undir hans stjórn vann Arsenal ensku úrvalsdeildina þrisvar, þar af einu sinni án þess að tapa leik og sjö bikarmeistaratitla.
Syttan verður formlega opinberuð við athöfn á næstu dögum þar sem Wenger, ásamt leikmönnum úr gullaldarliði Arsenal frá tímabilinu 2003-2004, verður á svæðinu.
The Arsène Wenger statue being put up at the Emirates Stadium this morning, with the statue seemingly holding a Premier League title. 🏆 [@Ashley_McKay] #afc pic.twitter.com/XZXWZb0IGI
— afcstuff (@afcstuff) July 28, 2023