fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

„Ég er mjög öfundsjúkur þegar ég horfi á KA og Breiðablik þessa dagana“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. júlí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur átt frábært tímabil hér heima. Liðið er með gott forskot á toppi Bestu deildar karla og komið í undanúrslit bikarsins. Arnar Gunnlaugsson er afar sáttur með tímabilið til þessa en viðurkennir að það hafi verið svekkjandi að detta úr leik snemma í Evrópukeppni.

Víkingur mætti Riga frá Lettlandi í fyrstu umferð forkeppni Sambansdeildarinnar og tapaði samanlagt 2-1 eftir tap úti og góðan 1-0 sigur hér heima.

„Þetta er draumur í dós,“ sagði Arnar í samtali við 433.is í Víkinni í morgun.

video
play-sharp-fill

Arnar fylgist vel með Breiðabliki og KA sem enn eru á góðu lífi í Evrópukeppnunum.

„Við vorum svekktir með að detta út úr Evrópu. Ég er ekki oft öfundsjúkur en ég er mjög öfundsjúkur þegar ég horfi á KA og Breiðablik þessa dagana.“

Víkingar voru óheppnir með drátt í Evrópu í ár sem og í fyrra, þegar liðið mætti Malmö í Meistaradeildinni og Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Lærisveinar Arnars stóðu þó vel í þessum liðum og telur hann þá geta nýtt sér þessi einvígi í framtíðinni.

„Ég trúi því að frammistaðan á móti Riga í ár og Malmö og Lech í fyrra sé hluti af einhverri stærri vegferð. Að þegar við komumst í Evrópu næst munum við læra af þessum leikjum og á endanum fer þetta með okkur lengra.

Það voru mistök hjá mér og leikmönnum gerð í þessum leikjum en það þarf bara að læra af því og áfram gakk.“

Ítarlegt viðtal við Arnar má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Firmino fer til Katar

Mest lesið

Nýlegt

Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðgi Sancho kom í veg fyrir endanleg skipti til Chelsea – Sáttur á risalaunum í Manchester

Græðgi Sancho kom í veg fyrir endanleg skipti til Chelsea – Sáttur á risalaunum í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líkur á að Tyrkinn verði í marki United í byrjun tímabils

Líkur á að Tyrkinn verði í marki United í byrjun tímabils
433Sport
Í gær

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning
433Sport
Í gær

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum
433Sport
Í gær

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“
Hide picture