Víkingur mætti Riga frá Lettlandi í fyrstu umferð forkeppni Sambansdeildarinnar og tapaði samanlagt 2-1 eftir tap úti og góðan 1-0 sigur hér heima.
„Þetta er draumur í dós,“ sagði Arnar í samtali við 433.is í Víkinni í morgun.
Arnar fylgist vel með Breiðabliki og KA sem enn eru á góðu lífi í Evrópukeppnunum.
„Við vorum svekktir með að detta út úr Evrópu. Ég er ekki oft öfundsjúkur en ég er mjög öfundsjúkur þegar ég horfi á KA og Breiðablik þessa dagana.“
Víkingar voru óheppnir með drátt í Evrópu í ár sem og í fyrra, þegar liðið mætti Malmö í Meistaradeildinni og Lech Poznan í Sambandsdeildinni. Lærisveinar Arnars stóðu þó vel í þessum liðum og telur hann þá geta nýtt sér þessi einvígi í framtíðinni.
„Ég trúi því að frammistaðan á móti Riga í ár og Malmö og Lech í fyrra sé hluti af einhverri stærri vegferð. Að þegar við komumst í Evrópu næst munum við læra af þessum leikjum og á endanum fer þetta með okkur lengra.
Það voru mistök hjá mér og leikmönnum gerð í þessum leikjum en það þarf bara að læra af því og áfram gakk.“
Ítarlegt viðtal við Arnar má nálgast í spilaranum.