fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Birnir ræðir málin eftir undirskrift: Kom ekki til greina að fara í Breiðablik – „Hefði verið skrýtið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. júlí 2023 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birnir Snær Ingason skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking R. sem gildir út leiktíðina 2025. Hann hafði verið orðaður frá félaginu en sjálfur vildi hann alltaf vera áfram.

„Ég er ótrúlega sáttur. Loksins er þetta búið,“ segir Birnir í samtali við 433.is í dag.

Samningur Birnis var að renna út eftir tímabil en það var alltaf í forgangi hjá honum að framlengja.

„Þetta er búinn að vera smá aðdragandi. Ég var samt alltaf mjög skýr, mig langaði að skrifa undir hjá Víkingi ef ég væri á Íslandi. Það er gott að klára þetta og þurfa ekki að hugsa um þetta.“

video
play-sharp-fill

Hinn 26 ára gamli Birnir var til að mynda orðaður við Breiðablik hér heima en segir það ekki hafa komið til greina að fara þangað.

„Ég var alltaf skýr. Mig langaði að skrifa undir hjá Víkingi og annað hefði verið skrýtið. Ég er að eiga besta tímabilið mitt á ferlinum og við erum efstir í deildinni, í undanúrslitum í bikar. Svo þetta var eiginlega auðvelt val.“

Ítarlega er rætt við Birni í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Firmino fer til Katar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
Hide picture