fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Kanadískur áhrifavaldur stödd á Íslandi – „Ísland ég elska þig svo mikið “

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska athafnakonan og áhrifavaldurinn Sarah Nicole Landry er stödd á Íslandi og er dolfallin af landinu (eins og flestir sem hingað ferðast). Landry hefur verið dugleg að deila myndum frá ferðinni á Instagram þar sem hún er með rúmlega 2,3 milljónir fylgjenda.

Landry er þekktust sem talskona jákvæðrar líkamsímyndar undir nafninu The Birds Papaya og er hún þekkt undir því nafni á samfélagsmiðlum, hún er jafnframt með heimasíðu og hlaðvarp með sama nafni.

Á Instagram má sjá að hún er búin að fara í Bláa lónið og ganga að eldgosinu við Litla-Hrút sem hún segir hafa verið einstaklega krefjandi en um leið magnaða upplifun, núna sé engin áskorun henni ofviða. Á leið tilbaka frá gosinu birti Landry mynd þar sem hún skrifar „Iceland ILYSM“ eða Ísland ég elska þig svo mikið. 

Landry er gift og á einn son með eiginmanni sínum, auk þriggja barna frá fyrra hjónabandi og eru börnin fjögur á aldrinum 1-16 ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife