Bayern Munchen vinnur enn hörðum höndum að því að fá Harry Kane til liðs við sig í sumar.
Hinn þrítugi Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Hafa Bayern og Manchester United sýnt honum mikinn áhuga í sumar.
Ef hann fer er þó líklegra að hann endi hjá Bayern. Tveimur tilboðum félagsins hefur verið hafnað af Tottenham í sumar, það seinna upp á 70 milljónir punda.
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er harður í horn að taka og vill 100 milljónir punda fyrir Kane þó hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.
Bayern mun líklega ekki ganga að þeim verðmiða en bindur samt vonir við að ná að semja við Tottenham á næstu dögum. Þetta segir þýski blaðamaðurinn Christian Falk. Hann vill meina að Bayern bindi vonir við að semja við Kane áður en næsti leikur Tottenham, æfingaleikur gegn Shakhtar Donetsk, fer fram.
Kane hefur hingað til ekki viljað skrifað undir nýjan samning við Tottenham sem myndi færa honum 400 þúsund pund á viku.