fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Segir að Bayern bindi vonir við að landa Kane á næstu dögum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 14:30

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen vinnur enn hörðum höndum að því að fá Harry Kane til liðs við sig í sumar.

Hinn þrítugi Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Hafa Bayern og Manchester United sýnt honum mikinn áhuga í sumar.

Ef hann fer er þó líklegra að hann endi hjá Bayern. Tveimur tilboðum félagsins hefur verið hafnað af Tottenham í sumar, það seinna upp á 70 milljónir punda.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er harður í horn að taka og vill 100 milljónir punda fyrir Kane þó hann eigi aðeins ár eftir af samningi sínum.

Bayern mun líklega ekki ganga að þeim verðmiða en bindur samt vonir við að ná að semja við Tottenham á næstu dögum. Þetta segir þýski blaðamaðurinn Christian Falk. Hann vill meina að Bayern bindi vonir við að semja við Kane áður en næsti leikur Tottenham, æfingaleikur gegn Shakhtar Donetsk, fer fram.

Kane hefur hingað til ekki viljað skrifað undir nýjan samning við Tottenham sem myndi færa honum 400 þúsund pund á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Í gær

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“