David Silva hefur lagt skóna á hilluna 37 ára gamall. Hann staðfestir þetta með hjartnæmu myndbandi á samfélagsmiðlum.
Silva er frægastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City og er goðsögn hjá félaginu. Þar lék hann í tíu ár, frá 2010 til 2020 og vann fjóra Englandsmeistaratitla til að mynda.
Kappinn hefur síðan leikið með Real Sociedad en vegna krossbandsmeiðsla á undirbúningstímabilinu hefur hann ákveðið að kalla þetta gott.
Silva hefur einnig leikið með Valencia, Eibar og Celta Vigo á ferlinum.
Þá á hann 125 landsleiki fyrir Spán að baki. Hann varð Heims- og Evrópumeistari með þjóð sinni.
Muchas gracias…fútbol pic.twitter.com/HoB6TPojAd
— David Silva (@21LVA) July 27, 2023