fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Aldrei kynnst öðru eins áður en hann fór til Arsenal – ,,Þetta er klikkun“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice er nánast í sjokki eftir að hafa skrifað undir hjá Arsenal í sumar en hann kom til félagsins frá West Ham.

Um er að ræða enskan landsliðsmann en Arsenal borgaði yfir 100 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Rice þekkir það betur að spila varnarsinnaðan bolta en hjá Arsenal vill Mikel Arteta, stjóri liðsins, einbeita sér að sóknarleiknum.

Það er nýtt fyrir Rice sem viðurkennir að hann hafi ekki vitað neitt um fótbolta áður en hann kynntist Arteta.

,,Þetta er klikkun. Ég er nú þegar að horfa á fótboltann öðruvísi. Þú heldur að þú þekkir íþróttina þegar þú spilar en er þú hittir stjóra eins og Mikel þá fattarðu að þú veist ekki neitt,“ sagði Rice.

,,Auðvitað spiluðum við allt öðruvísi bolta hjá West Ham svo það mun taka tíma að venjast þessu. Ég er svo spenntur fyrir því að læra, bæta mig og spyrja spurninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“