Declan Rice er nánast í sjokki eftir að hafa skrifað undir hjá Arsenal í sumar en hann kom til félagsins frá West Ham.
Um er að ræða enskan landsliðsmann en Arsenal borgaði yfir 100 milljónir punda fyrir miðjumanninn.
Rice þekkir það betur að spila varnarsinnaðan bolta en hjá Arsenal vill Mikel Arteta, stjóri liðsins, einbeita sér að sóknarleiknum.
Það er nýtt fyrir Rice sem viðurkennir að hann hafi ekki vitað neitt um fótbolta áður en hann kynntist Arteta.
,,Þetta er klikkun. Ég er nú þegar að horfa á fótboltann öðruvísi. Þú heldur að þú þekkir íþróttina þegar þú spilar en er þú hittir stjóra eins og Mikel þá fattarðu að þú veist ekki neitt,“ sagði Rice.
,,Auðvitað spiluðum við allt öðruvísi bolta hjá West Ham svo það mun taka tíma að venjast þessu. Ég er svo spenntur fyrir því að læra, bæta mig og spyrja spurninga.“