Paris Saint-Germain hefur lagt fram tilboð í Rasmus Hojlund, leikmann Atalanta. Helstu miðlar segja frá.
Danski framherjinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og lagði félagið í gær fram munnlegt tilboð í hann.
Hljóðaði það upp á 50 milljónir evra með möguleika á 10 milljónum til viðbótar.
Tilboð PSG hljóðar upp á 50 milljónir evra.
Atalanta vill hins vegar 70 milljónir evra fyrir framherjann, sem skoraði átta mörk í Serie A á síðustu leiktíð.
PSG mun að öllum líkindum ekki leggja fram annað tilboð ef þessu verður hafnað.
Leikmaðurinn hefur samið um persónuleg kjör Hojlund og leiðir því enn kapphlaupið.