Önnur umferð E-riðils Heimsmeistaramótsins var leikin í nótt og í morgunsárið.
Það fór fram stórleikur rétt eftir miðnætti þegar Bandaríkin og Holland mættust.
Jill Roord kom Hollendingum yfir á 17. mínútu leiksins og þangað stóðu leikar þar til eftir rúman klukkutíma leik þegar Lindsey Horan skoraði fyrir Bandaríkin.
Niðurstaðan jafntefli.
Í sama riðli vann Portúgal 2-0 sigur á Víetnam. Síðarnefnda liðið er þar með úr leik en Portúgal spilar úrslitaleik við Bandaríkin um sæti í 16-liða úrslitum. Ljóst er að það verður afar erfitt verkefni þar sem Portúgal þarf sigur í leiknum.
Bandaríkin 1-1 Holland
0-1 Jill Roord 17′
1-1 Lindsey Horan 62′
Portúgal 2-0 Víetnam
1-0 Telma Encarnacao 7′
2-0 Kika Nazareth 21′