fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Emil lýsir afar óþægilegu símtali sem hann fékk á leið á Keflavíkurflugvöll – „Þá viljum við ekki fá þig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur átt frábæran feril með félagsliðum á Ítalíu. Hann var þó eitt sinn á mála hjá Tottenham. Í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark sagði hann góða sögu af skiptunum þangað.

Emil var aðeins tvítugur og á mála hjá FH þegar hann fór til Tottenham. Hann hafði hins vegar skömmu áður farið á reynslu til hollenska stórliðsins Feyenoord sem vildi í kjölfarið fá hann til liðs við sig.

„Ég fer heim með samningstilboð frá Feyenoord en þá vill Tottenham fá mig á reynslu,“ segir Emil í þættinum.

Emil segir að Feyenoord hafi haft mikla sýn fyrir sig en höfðu engan húmor fyrir því að hann færi á reynslu annað eftir að hafa fengið samningstilboðið þaðan.

„Ég er bara á leiðinni upp á flugvöll og þá hringir yfirmaður íþróttamála hjá Feyenoord í mig og spyr hvort ég sé að fara á reynslu til Tottenham. Ég var mjög lítill í mér og sagði já. Hann segir: „Ef þú ferð til Tottenham á reynslu er þetta af borðinu. Þá viljum við ekki fá þig.“ Hann hringdi bara beint í símann minn. Það var mjög óþægilegt, ég 19-20 ára.

Ég man ekki hvernig samtalið endaði en ég fer allavega til Tottenham. Þeir ákváðu líka að bjóða mér samning. Það var mjög skemmtilegur tími en mögulega eftir á að hyggja ekki rétta skrefið. Ég var búinn að vera þarna í stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að það væri allt of stórt stökk að fara úr FH í Tottenham. Ég var bara orðinn 39. maður þarna,“ segir Emil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni

Gyokores fer til Arsenal – Tveir aðrir á leiðinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Í gær

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Í gær

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar