Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, segist hafa spilað sárþjáður á öllu síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Son spilaði með kviðslit lengi vel en ákvað að lokum að fara í aðgerð sem breytti öllu og í dag er hann betri.
Son fór í aðgerðina í júní og má búast við sterkari leikmanni á næsta tímabili sem væru frábærar fréttir fyrir Tottenham.
,,Ég fann til á hverju einasta augnabliki á þessu tímabili. Það hljómar undarlega en í hvert skipti sem ég hljóp, sneri við, gaf boltann, stoppaði eða sparkaði þá fann ég fyrir því,“ sagði Son.
,,Þetta var skrítið því í mínu eðlilega lífi þá leið mér allt í lagi og mætti inn á völlinn ferskur án sársauka.“
,,Um leið og ég byrjaði að hita upp þá varð ég pirraður því þá kom sársaukinn aftur. Loksins ákvað ég að fara í aðgerðina og það er besta ákvörðun sem ég hef gert.“