Jordan Henderson er byrjaður að æfa með Al Ettifaq þó skipti hans þangað séu ekki formlega gengin í gegn.
Í dag var greint frá því að Henderson væri að skrifa undir samning sinn við Al Ettifaq en það hefur ekki verið tilkynnt.
Skiptin hafa legið í loftinu en Henderson er auðvitað fyrirliði Liverpool.
Hann hækkar laun sín úr 200 þúsund pundum á viku í 700 þúsund pund með skiptunum til Sádí og fetar í fótspor fjölda stjarna sem hefur haldið í deildina þar í landi í sumar.
Henderson hefur spilað hátt í 500 leiki á 12 árum hjá Liverpool.
Al Ettifaq æfir nú í Króatíu og Henderson því staddur þar. Steven Gerrard er stjóri liðsins.
Jordan Henderson, already training with Al Ettifaq 🟢🇸🇦 pic.twitter.com/WqPS4soQWR
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 26, 2023