fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Hrafnkell telur ákvörðun stjórnarinnar athyglisverða en segir þetta líklega ástæðuna fyrir henni – „Það væri skandall“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Grindavíkur, Haukur Guðberg Einarsson, staðfesti við 433.is í gær að starf Helga Sigurðssonar þjálfara væri ekki í neinni hættu þrátt fyrir slæmt gengi undanfarið. Þetta var til umræðu í hlaðvarpi Lengjudeildarinnar hér á 433.is.

Grindavík var af mörgum spáð toppsæti Lengjudeildar karla fyrir tímabil en gengið hefur verið undir væntingum. Nú hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og aðeins unnið einn af síðustu níu í deild.

Helgi verður þó áfram við stjórnvölinn.

„Mér finnst það áhugavert. Ég bjóst við því eftir svona mörg töp í röð með þetta lið að starf hans væri í hættu. Þeir sjá þetta kannski einhvern veginn öðruvísi,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur 433.is um Lengjudeildina.

Það er nóg að ná fimmt sæti í deildinni til að fara í umspil um sæti í efstu deild og telur Hrafnkell að stjórnin sé með það á bak við eyrað.

„Þeir horfa væntanlega í það að ef þeir koma sér inn í þessa úrslitakeppni, það væri skandall ef þeir gera það ekki, þá eru þeir með reynslumikið lið sem mun hjálpa þeim þar. Ég hef engar áhyggjur af mönnum eins og Guðjóni Pétri og Óskari Erni í úrslitakeppninni.

Ef Grindavík ætlar ekki að reka Helga þurfa þeir samt aðeins að fara að hugsa þetta frá grunni. Segjum að Grindavík fari upp, það er fullt af leikmönnum þarna í kringum 35 ára sem maður er ekkert viss um að höndli efstu deild, sama hvort þeir hafi gert það áður.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA
433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“