Eden Hazard hefur hafnað boðinu á að ganga í raðir Inter Miami og spila þar með Lionel Messi.
Frá þessu greinir Voetbalkrant í Belgíu en Hazard er án félags eftir að hafa yfirgefið Real Madrid.
Belginn er ákveðinn í að halda ferli sínum áfram í Evrópu en hann er 32 ára gamall og mikið meiddur þessa stundina.
Real ákvað að rifta samningi Hazard ári snemma og var hann orðaður við Anderlecht í heimalandinu.
Ekkert verður úr þeim skiptum en Hazard hefur engan áhuga á Bandaríkjunum og skoðar aðra möguleika í Evrópu.