YouTube stjarnan iShowSpeed hitti stórstjörnuna Kim Kardiashian á dögunum en þau voru saman í Japan.
Speed eins og hann er kallaður var þar til að horfa á Cristiano Ronaldo spila með Al-Nassr en Ronaldo er hans uppáhalds fótboltamaður.
Kardashian var þar ásamt börnum sínum en hún var nýlega búin að horfa á leik Lionel Messi fyrir Inter Miami.
Speed sýndi enga miskunn og bað Kardashian um að velja á milli Ronaldo og Messi sem eru tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar.
,,Báðir,“ sagði Kardashian en Speed er á því máli að Ronaldo sé mun betri leikmaður og hafi alltaf verið.
Myndbandið skemmtilega má sjá hér.
🚨| BREAKING: Speed meets Kim Kardashian at the PSG vs Al-Nassr game pic.twitter.com/KcEZAxQ576
— Speedy HQ (@iShowSpeedHQ) July 25, 2023