Orri Steinn Óskarsson kom inná sem varamaður í kvöld er Breiðablik tók á móti FC Kaupmananhöfn.
Blikar spiluðu vel í leiknum en töpuðu 2-0. Orri er á mála hjá FCK og kom inná sem varamaður í þessum Meistaradeildarslag.
,,Mér fannst þetta fínn leikur. Breiðablik var mikið með boltann eins og við bjuggumst við og spiluðu mjög vel en við vorum effektívir á á síðasta þriðjung og setjum okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn,“ sagði Orri.
Faðir Orra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari Blika og ræddi hann aðeins þá upplifun að mæta pabba sínum.
,,Það var fínt maður, betra að vera inná en á bekknum þar sem maður leyfir hugsunum að dreifast og svo getur maður einbeitt sér að vellinum.“
,,Við vitum alveg hvað þeir eru góðir, ég hef horft á alla Blika leiki undanfarin fjögur ár og hef sagt við strákana að vanmeta þá ekki og það var alls ekki í boði.“